Kostar tugi milljarða

Hugmynd að stoppistöð borgarlínu.
Hugmynd að stoppistöð borgarlínu.

Við áætl­un kostnaðar við nýj­an sam­göngusátt­mála er ekki tekið til­lit til síðari áfanga borg­ar­línu. Sá áfangi er tal­inn kosta um 24 millj­arða. Til viðbót­ar er áætlað að stokk­ur á Sæ­braut kosti um 10 millj­arða. Það er um 8 millj­örðum króna meira en áætlað er í sátt­mál­an­um, eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær.

Sam­an­lagt eyk­ur þetta tvennt kostnaðinn við verk­efni tengd sátt­mál­an­um í um 150 millj­arða. Stokk­ur á Sæ­braut er nú sagður for­senda Sunda­braut­ar en hún er tal­in munu kosta minnst 60 millj­arða að auki.

Alls eru þetta 210 millj­arðar, eða um 920 þúsund krón­ur á hvern íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu.

For­senda skipu­lags­ins

Hrafn­kell Á. Proppé, svæðis­skipu­lags­stjóri SSH, seg­ir gert ráð fyr­ir að ljúka síðari áfanga borg­ar­línu á ár­un­um 2033-2040. Sú upp­bygg­ing sé nauðsyn­leg ef mark­mið svæðis­skipu­lags­ins eigi að ganga upp. En sátt­mál­inn nær til árs­ins 2033.

Spurður um tengsl stokka­gerðar og borg­ar­línu tek­ur Hrafn­kell dæmi af Hamra­borg­inni í Kópa­vogi. Þar greiði stokk­ur fyr­ir um­ferð.

„Ein­fald­asta dæmið til að lýsa stokk er Hamra­borg­in. Það má segja að það sé stokk­ur. Það má ímynda sér hvernig stoppistöðin væri þar ef hraðbraut­in væri ekki fyr­ir neðan Hamra­borg­ina í dag,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert