Minni gasmengun en hlaupið stöðugt í Múlakvísl

Sólarupprás við Múlakvísl í morgum, 2. október.
Sólarupprás við Múlakvísl í morgum, 2. október. mbl.is/Jónas Erlendsson

Minni hætta er gasmengun sem fylgir hlaupinu í Múlakvísl nú en í gær þar sem farið er að hvessa og gas safnast því síður fyrir í lægðum. Rafleiðni hefur einnig minnkað í Múlakvísl frá því í nótt og mælist nú gildið um 250 míkróS/cm. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands

Hlaupið hefur verið nokkuð stöðugt frá því í gærkvöldi en líklegt þykir að það standi yfir í einhverja daga til viðbótar. Mikið vatn er í ánni miðað við árstíma en þó minna en hámarks sumarrennsli. Hlaup af þessari stærðargráðu eru vel þekkt í Múlakvísl þegar jarðhitavatn lekur í ána. 

Veðurstofan, Almannavarnir og viðbragðsaðilar á svæðinu munu fylgjast náið með framvindu mála næstu sólarhringa.

Mikið vatn er í ánni en dregið hefur úr hættu …
Mikið vatn er í ánni en dregið hefur úr hættu á gasmengun því farið er að hvessa. Mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka