Erlendir tölvuþrjótar sviku hátt í 900 milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári, en fyrirtækið á og rekur verslanir Rúmfatalagersins hér á landi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og segir að málið sé eitt stærsta sinnar tegundar á Íslandi.
Málið mun hafa komið upp í ágúst í fyrra og er í rannsókn hjá Héraðssaksóknara, sem ekki getur tjáð sig um málið en segir það unnið í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld.
Svo virðist vera að tölvuþrjótar hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að um 900 milljónir króna væru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað.
Framkvæmdastjóri Lager Iceland fullyrðir að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka með aðstoð lögreglu og banka.