Andlát: Björn Ástvaldsson

Björn Sævar Ástvaldsson.
Björn Sævar Ástvaldsson.

Björn Sævar Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Sólóhúsgagna, lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. september, 66 ára að aldri.

Björn var fæddur 9. júlí 1953 á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru hjónin Ástvaldur Óskar Tómasson bóndi, sem lést 2007, og Svanfríður Steinsdóttir húsfreyja, búsett á Sauðárkróki og lifir son sinn.

Björn var eigandi Sólóhúsgagna, sem framleitt hafa landsþekkt íslensk húsgögn fyrir fyrirtæki og einstaklinga frá stofnun þess árið 1960. Má þar nefna hinn sígilda eldhússtól E60 sem notið hefur mikilla vinsælda um margra ára skeið, Skötuna eftir Halldór Hjálmarsson og Sindrastólinn sem hannaður var af Ásgeiri Einarssyni.

Björn átti stóran þátt í að viðhalda framleiðslu íslenskra húsgagna allt frá árinu 1989 þegar hann og eftirlifandi kona hans, Kristín Rós Andrésdóttir, eignuðust fyrirtækið.

Með starfi sínu hjá Sólóhúsgögnum vann Björn með fjölmörgum hönnuðum og studdi þá við framleiðslu og sölu á íslenskum verðlaunahúsgögnum.

Björn lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og sex barnabörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert