Drukku fimm milljónir lítra af orkudrykkjum í fyrra

Mikið úrval af orkudrykkjum er í boði í verslunum og …
Mikið úrval af orkudrykkjum er í boði í verslunum og eftirspurn er gífurleg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingar drukku um fimm milljónir lítra af orkudrykkjum á síðasta ári. Hefur markaðurinn fimmfaldast á undanförnum fjórum árum. Alls nemur smásöluvirði orkudrykkja eitthvað á fjórða milljarð króna.

Þetta er mat sérfræðinga sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag. Ótrúleg aukning hefur verið á neyslu orkudrykkja hér á landi síðustu ár. Allt í allt má líklegt telja að um 15 milljónir eininga af orkudrykkjum hafi verið seldar hér á landi í fyrra, samkvæmt mati sérfræðinga sem blaðið hefur rætt við.

Orðið orkudrykkir er hér notað sem samheiti en drykkirnir eru misjafnir að gerð. Mest aukning hefur verið í drykkjum sem innihalda mikið magn af koffíni.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins er Nocco stærsta vörumerkið á orkudrykkjamarkaði á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert