Nú eru framkvæmdir í fullum gangi á Bústaðavegi þar sem verið er að lengja frárein og breikka rampinn sem liggur niður að Kringlumýrarbraut. Á meðan þeim stendur er önnur akrein Bústaðavegar lokuð tímabundið sem veldur töfum á umferð.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið um miðjan næsta mánuð og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við vinnusvæðiðþ