Mun minni umferð á Suðurlandi

Suðurlandsvegur í Ölfusi.
Suðurlandsvegur í Ölfusi.

Mikill samdráttur varð í umferðinni á hringveginum á Suðurlandi í septembermánuði, en þá dróst umferðin saman um 8,5 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Á hringveginum öllum dróst umferðin saman um 1,7% samkvæmt nýbirtu yfirliti Vegagerðarinnar.

„Þetta er í annað sinn sem samdráttur mælist á milli mánaða á þessu ári en áður hafði umferðin dregist saman í marsmánuði sem á sér þó skýringar sem snúa að tímasetningu páska. Við þetta bætist hins vegar líka minnsta mögulega aukning í ágúst sl. eða aukning sem einungis nam 0,1%. Í ljósi þessa má velta því fyrir sér hvort að hagkerfið sé tekið að kólna, rétt eins og mælingar Seðlabanka og Hagstofu gefa til kynna,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.

Sé litið á umferðina eftir landssvæðum má sjá að hún dróst saman í síðasta mánuði miðað við sama mánuð í fyrra í öllum landshlutum nema á Vesturlandi, þar sem umferðin jókst um 1,7%. Umferðin á hringveginum dróst saman um 3,7% á Austurlandi og 2,1% á Norðurlandi.

Frá áramótum hefur umferðin á hringveginum aukist um tæp 3%, sem er minnsta aukning miðað við árstíma frá árinu 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert