Skógræktin breytir loftslaginu

Sauðkindin hefur fylgt landsmönnum frá fyrstu tíð. Graslendi styrkist við …
Sauðkindin hefur fylgt landsmönnum frá fyrstu tíð. Graslendi styrkist við hóflega beit búfjár og bindur kolefni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef við ætlum að vinna gegn loftslagsbreytingum þá plöntum við ekki greniskógum hér á norðurslóðum,“ segir dr. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, beitarvistfræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum.

Í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Anna Guðrún að skóglendi taki upp mjög mikið af vatni og skógar stuðli því að skýjamyndun. Skýjamyndun vegna aukins trjágróðurs á norðurslóðum leiði til hækkunar lofthita vegna minni útgeislunar frá jörðinni. „Það hefur verið tengt saman að hitastig á norðurslóðum eftir síðustu öld hafi hækkað hratt þegar trjágróður fór að taka við sér,“ segir hún.

Anna Guðrún segir að skógar á norðurslóðum hafi einnig mikil áhrif á endurkast á geislum sólar og þar með hitastigið. Niðurstaðan sé að ekki eigi að planta skógi á norðurslóðum því það kælir ekki heldur hitar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka