Tillögur starfshóps um flugeldanotkun ekki fullbúnar

Um áramót.
Um áramót. mbl.is/Árni Sæberg

Tillögur starfshóps á vegum umhverfisráðherra um hvort takmarka eigi notkun flugelda hafa enn ekki litið dagsins ljós. Hátt í átta mánaða töf hefur orðið á því að þriggja manna starfshópurinn skilaði af sér. Hann var skipaður 28. desember í fyrra og átti upphaflega að skila tillögum til ráðherra fyrir 15. febrúar sl.

Fram kemur í svari sem Morgunblaðið  fékk í umhverfisráðuneytinu í gær að vinnan sé langt komin en hafi tafist af ýmsum ástæðum, svo sem vegna anna og gagnaöflunar.

Er vonast til að niðurstöðurnar liggi fyrir í næsta mánuði. „Ekki er hægt að segja til um niðurstöður starfshópsins fyrr en hann er búinn að skila af sér og því er ekki ljóst hvort þær hafi áhrif strax um næstu áramót,“ segir í svari við spurningu Morgunblaðsins um hvort niðurstaðan sé líkleg til að hafa áhrif á flugeldanotkun um næstu áramót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert