Stefnir í að hægt verði að afgreiða kærur á hálfu ári

Málin sem koma inn á borð úrskurðarnefndarinnar eru af margvíslegum …
Málin sem koma inn á borð úrskurðarnefndarinnar eru af margvíslegum toga. mbl.is/Helgi Bjarnason

Meðferðartími mála hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála styttist smám saman. Hann er þó enn um níu mánuðir. Formaður nefndarinnar vonast til þess að snemma á næsta ári verði málsmeðferðartíminn kominn niður í sex mánuði.

Á þriðja fjórðungi þessa árs bárust nefndinni 53 kærur sem er heldur meira en barst samtals fyrstu sex mánuði ársins. Á vef nefndarinnar kemur fram að vegna aukningarinnar séu líkur á því að kærumál ársins í heild verði heldur fleiri en meðaltal áranna 2012-2015.

Samkvæmt því verða kærurnar að minnsta kosti 160 talsins sem er aðeins meira en síðustu tvö ár og gæti fjöldinn farið hátt í það sem nefndin þurfti að fást við á árinu 2016 sem var metár í sögu hennar.

Meðalmálsmeðferðartími mála sem nefndin afgreiddi á þriðja ársfjórðungi var sjö og hálfur mánuður og þegar litið er til fyrstu þriggja fjórðunga ársins sést að hann hefur verið tæpir níu mánuðir. Hefur málsmeðferðartími ekki verið styttri frá árinu 2017. Gert er ráð fyrir að málsmeðferðartími ársins í heild verði ekki meiri en 290 dagar, eða nokkuð á tíunda mánuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert