Færri jólatónleikar og minni sala

Þetta er þrettánda árið sem Björgvin Halldórsson heldur sína Jólagesta- …
Þetta er þrettánda árið sem Björgvin Halldórsson heldur sína Jólagesta- tónleika. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta segir svolítið um markaðinn. Fólk heldur meira að sér höndum og velur betur,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri miðasöluvefsins Tix.is, um sölu á jólatónleika í ár.

Tímabil jólatónleika rennur senn upp og nú slást tónleikahaldarar um hylli miðakaupenda. Miðasala á stærstu tónleikana virðist færast framar á hverju ári og varla var búið að hringja skólabjöllum í haust þegar auglýsingar um jólatónleika fóru að dynja á landsmönnum. Framboðið virðist þó minna í ár en í fyrra.

Lausleg yfirreið Morgunblaðsins á miðasöluvefjum sýnir að hægt er að velja úr 97 jólatónleikum að þessu sinni. Sams konar úttekt á sama tíma í fyrra leiddi í ljós að 115 jólatónleikar voru auglýstir. Þótt fleiri tónleikar eigi eflaust eftir að bætast við virðist ljóst að einhver mettun er orðin á markaðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert