Góð meðaluppskera í ár

Kartöfluuppskera.
Kartöfluuppskera.

Ekki var metuppskera af kartöflum í sumar, eins og útlit var fyrir um tíma. Á Suðurlandi var góð meðaluppskera og meðaluppskera á Norðurlandi.

Kartöflubændur hafa flestir lokið uppskerustörfum og eru að ganga frá tækjum fyrir veturinn og flokka kartöflur og tína til fyrir markaðinn, eins og ávallt á þessum tíma árs.

„Uppskeran er örugglega í góðu meðallagi,“ segir Óskar Kristinsson kartöflubóndi sem er með garða í Dísukoti í Þykkvabæ. Hann segir að þótt sumarið hafi verið hlýtt og gott hafi ekki verið margt undir grösum gullauga sem er uppistaðan í framleiðslunni. Telur hann að þurrkar í vor og fyrrihluta sumars ráði nokkru um það. Hins vegar hafi verið mikið undir grösum rauðra íslenskra og fleiri tegunda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert