Góður árangur í uppbyggingu göngustíga

Um er að ræða upphaf gönguleiðarinnar um Laugaveginn sem liggur …
Um er að ræða upphaf gönguleiðarinnar um Laugaveginn sem liggur um Laugahraun og upp að Brennisteinsöldu, en þessu hluti leiðarinnar er mjög fjölfarinn yfir sumartímann. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Frá árinu 2016 hefur Umhverfisstofnun fengið verktaka til að vinna að viðhaldi og uppbyggingu göngustíga í Landmannalaugum með það að markmiði að vernda svæðið og bæta upplifun og aðgengi fyrir gesti.

Um er að ræða upphaf gönguleiðarinnar um Laugaveginn sem liggur um Laugahraun og upp að Brennisteinsöldu, en þessu hluti leiðarinnar er mjög fjölfarinn yfir sumartímann og því er nauðsynlegt að stýra umferð fólks.

Steinþrepin tilbúin.
Steinþrepin tilbúin. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Ein mesta vinnan liggur í gerð steinþrepa sem verktakafyrirtækið Stokkar og steinar sér um að hanna og framkvæma ásamt öðrum framkvæmdum við göngustíginn. Þá hefur farið mikil vinna í að afmá villustíga.

Mynd af göngustígnum fyrir framkvæmdirnar.
Mynd af göngustígnum fyrir framkvæmdirnar. Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Mynd af göngustígnum eftir framkvæmdir.
Mynd af göngustígnum eftir framkvæmdir. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Afrakstur viðhaldsins og uppbyggingarinnar má sjá á ljósmyndum sem Umvherfisstofnun hefur birt á Facebook-síðu sinni, en þar segir jafnframt að því verði haldið áfram á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert