Hafa ráðið 138 manns í ár

Starfsmönnum Alvotech hefur fjölgað umtalsvert í ár. Myndin er tekin …
Starfsmönnum Alvotech hefur fjölgað umtalsvert í ár. Myndin er tekin þegar tíu ára afmæli Alvogen og sex ára afmæli Alvotech var fagnað.

Líftæknifyrirtækið Alvotech greindi frá því í vor að fyrirtækið ætlaði að ráða 100 vísindamenn og sérfræðinga til að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá Alvotech hafa þessi áform gengið vonum framar.

Alls hafa 138 vísindamenn og sérfræðingar verið ráðnir í hátæknisetur Alvotech í Vatnsmýrinni á þessu ári. Nú eru yfir 400 starfsmenn hjá fyrirtækinu á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi frá um 20 þjóðlöndum.

Styrkja innviði fyrirtækisins

Hildur Hörn Daðadóttir, mannauðsstjóri Alvotech, segir að vel hafi gengið að manna lausar stöður hjá fyrirtækinu. „Til að styðja við vöxt Alvotech og undirbúning fyrir markaðssetningu lyfja höfum við verið að styrkja innviði fyrirtækisins enn frekar. Það er ánægjulegt að fá til liðs við okkur svo mikið af nýjum liðsmönnum með fjölbreyttan bakgrunn. Hluti af nýráðningum eru aðilar með mikla reynslu úr lyfjaiðnaði í bland við unga og efnilega vísindamenn og sérfræðinga,“ segir Hildur Hörn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka