Vill takmarka flugeldanotkun

Áramót við Hallgrímskirkju.
Áramót við Hallgrímskirkju. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Guðmundsson lungnalæknir vill að almennri flugeldanotkun verði hætt hér á landi vegna áhrifa svifryksmengunarinnar á lungnaheilsu.

„Ég tel að við getum ekki boðið lungnasjúklingum upp á það að verða fyrir öllum þessum óþægindum,“ segir Gunnar sem hefur veitt starfshópi umhverfisráðherra, sem er að meta hvort takmarka eigi flugeldanotkun, ráð og upplýsingar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar að mengunargildin fari langt yfir heilsuverndarmörk um áramót og eigi Íslendingar Evrópumet í skammtímamengun. „Og það veit enginn hver áhrifin eru til dæmis á börn því mengunin gæti haft áhrif á lungnaþroska þeirra seinna meir,“ segir hann. Börnin andi jafnvel ennþá meiri mengun að sér við jörðu en hinir fullorðnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka