Hlaupi í Múlakvísl lokið

Rafleiðni í Múlakvísl er komin í eðlilegt horf miðað við …
Rafleiðni í Múlakvísl er komin í eðlilegt horf miðað við árstíma, rennsli hefur minnkað og hlaupinu sem hófst fyrir nokkrum dögum er lokið. mbl.is/Jónas Erlendsson

Hlaupinu í Múlakvísl er lokið. Rafleiðni er komin í eðlilegt horf miðað við árstíma og rennsli hefur minnkað, að því er segir í athugasemd sérfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Hlaupið hófst í lok september og mæld­ist raf­leiðni hæst í kring­um 300 míkrósímens á senti­metra (míkróS/​cm), en venju­leg raf­leiðni í ánni er í kring­um 100 míkróS/​cm. 

Hlaup af þess­ari stærðargráðu eru vel þekkt í Múla­kvísl en mik­il gasmeng­un fylgdi hins veg­ar hlaup­inu að þessu sinni og mæld­ist gasmeng­un yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um á þriðjudaginn í síðustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka