Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda óttast að niðurskurður endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi muni ekki einungis valda aðilum í kvikmyndagerð umtalsverðu tjóni.
Heldur muni orðspor Íslands sem kjörlendi til kvikmyndaframleiðslu bíða hnekki, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
A.m.k. milljarði munar á framlagi frumvarpsins til endurgreiðslna og þeim vilyrðum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar sem veitt voru í síðasta mánuði.