Tenging við Asíu tímaspursmál

Það er ekki hvort heldur hvenær beint flug milli Íslands …
Það er ekki hvort heldur hvenær beint flug milli Íslands og Asíu hefst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breytt landslag í kjölfar gjaldþrots WOW air hefur leitt til þess að Isavia vinnur nú að endurskoðun á hvatakerfi sínu og reynir að opna á tengingar við Asíu- og Ameríkumarkað.

„Við erum að uppfæra kerfið þannig að það hafi meiri áhrif ef flugfélag hefur nýja flugleið frá stöðum utan Evrópu,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Hann telur að það sé einungis tímaspursmál hvenær beint flug milli Íslands og Asíu verði að veruleika. Forsvarsmenn Isavia hafa á síðustu vikum átt fundi með flugfélögum og kynnt þá möguleika sem þeim standa til boða varðandi opnun nýrra flugleiða til og frá Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir félögin vera áhugasöm en það sé þó risastór og kostnaðarsöm ákvörðun að hefja flug á nýjan áfangastað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert