Þarfagreining á skipaflota

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. mbl.is/Ómar Óskarsson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti nýverið af stað þarfagreiningu á skipaflota Landhelgisgæslu Íslands og mun sú vinna miða að því að efla getu og styrk Gæslunnar.

„Það er eðlilegt framhald af því að þyrluflotinn hefur verið styrktur verulega. Áhersla og fjármögnun okkar, á nýjum þyrlum og þyrluáhöfnum, mun styrkja leit og björgun bæði á hafi og á landi,“ segir Áslaug í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Í Morgunblaðinu á fimmtudaginn sl. var rætt við Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, sem vakti athygli á stöðu Gæslunnar í fyrirlestri um áhættumat á norðurslóðum í síðustu viku. Sagði hann að leitar- og björgunarsvæði á ábyrgð Íslendinga væri um 1,9 milljónir ferkílómetra að stærð og bætti við að ef stórt skemmtiferðarskip lenti, til að mynda, í alvarlegu sjóslysi í jaðri þess, fjarri ströndum, þyrfti vart að spyrja að leikslokum. Til greina kemur að Gæslunni verði veitt aukið fjármagn til fjárfestinga í nýju fjárlagafrumvarpi en það veltur þó á því að Gæslan sjálf óski eftir því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka