Safnað fyrir málskostnaði Báru

Bára Halldórsdóttir. Hafin er söfnun fyrir málskostnaði hennar á Karolina …
Bára Halldórsdóttir. Hafin er söfnun fyrir málskostnaði hennar á Karolina Fund. Eggert Jóhannesson

Söfnun er hafin á Karolina Fund fyrir málskostnaði Báru Halldórsdóttur vegna málaferla svokallaðra Klaustursþingmanna á hendur henni. Markmiðið er að safna 300.000 krónum og hópurinn Takk Bára stendur fyrir söfnuninni.

Í tilkynningu frá hópnum segir að 300.000 krónur sé sú upphæð sem Bára þarf sjálf að greiða, það sé um 10% af raunkostnaði, en lögmannsstofan sem rekur málið veiti henni verulegan afslátt. Þar segir enn fremur að fjölmargir listamenn hafi lagt söfnuninni lið. 

Í tilkynningunni segir að Takk Bára- hópurinn hafi verið stofnaður til að slá skjaldborg um Báru eftir að hún kom fram sem uppljóstrarinn Marvin eftir að hafa tekið upp samtal þingmanna á Klaustri bar í nóvember í fyrra og komið upptökunni til fjölmiðla. Hlutverk hópsins er að veita Báru móralskan stuðning og mögulegan fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar hennar við málaferli og annað. 

Söfnunin fyrir Báru

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka