Sjö mánaða fangelsi í Noregi

Maðurinn hefur verið dæmdur fyrir skjalafals og fjársvik á Íslandi, …
Maðurinn hefur verið dæmdur fyrir skjalafals og fjársvik á Íslandi, síðast árið 2018.

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var nýverið dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi í Sogni og Firðafylki í Noregi fyrir auðkennisþjófnað, skjalafals og fjársvik sem hann framdi í sumar.

Maðurinn notaði persónuupplýsingar kærustu sinnar til að svíkja um 550 þúsund danskar krónur, rúmlega 10 milljónir íslenskra króna, út úr norskum bönkum, m.a. í formi vaxtahárra lána.

Þá notaði hann bankaupplýsingar konunnar til að fjárfesta í nýju rúmi með greiðsludreifingu. Á meðan kærasta hans svaf í rúminu að nóttu til notaði hann persónuupplýsingar hennar til að skuldsetja hana enn frekar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert