Starfshópur skoði öryggi barna í skólum borgarinnar

Grunnskólastúlkur í Reykjavík í heimsókn í HR.
Grunnskólastúlkur í Reykjavík í heimsókn í HR. mbl.is/​Hari

Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu um að fela sviðsstjóra skóla- og frístundaráðs að setja af stað starfshóp um öryggi barna í skóla- og frístundastarfi borgarinnar.

Starfshópurinn á að skila tillögum af sér eigi síður en 1. febrúar 2020, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði lögðu fram efnislega sams konar tillögu en sú tillaga gerði ráð fyrir því að skóla- og frístundasviði yrði falið að samræma öryggisreglur og grípa til viðeigandi aðgerða strax í stað þess að fela starfshópi að fjalla um málið þangað til í febrúar á næsta ári.

Starfshópurinn á að skoða þá öryggisferla sem fyrir hendi eru í dag og gera tillögu að samræmdum ferlum. Þá á hann að kanna kosti þess að nýta í auknum mæli öryggismyndavélar, merkingar starfsfólks og strangari aðgangsstýringu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert