Stöndum vel í orkuskiptum í samgöngum

Orkuskiptin hér beinast að öðrum geirum en frumorkunotkun, svo sem …
Orkuskiptin hér beinast að öðrum geirum en frumorkunotkun, svo sem samgöngum á landi og á hafinu. mbl.is/Ófeigur

Ísland stendur sig mjög vel í orkuskiptum í samgöngum og er á toppi lista Nordic Energy Reaserch ásamt Noregi í rafbílavæðingu. Þetta kemur fram í skýrslu Nordic Energy Research.

Þar er mat lagt á framvindu Norðurlandanna í átt að kolefnishlutleysi árið 2050 og hvort ríkjunum miði nægilega hratt áfram í átt að markmiðinu, en mörg hver hafa þó sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040.

Samkvæmt skýrslunni þurfa ríkin þó að leggja sig meira fram til að ná markmiðunum, en einungis en nægilegur hraði á orkuskiptum í raforkuframleiðslu landanna. Þar stendur Íslands sig vel og losar frumorkunotkun Íslands minnstan koltvísýring af Norðurlöndunum.

Því beinast orkuskiptin hér að öðrum geirum, svo sem samgöngum á landi og á hafinu þar sem jarðefnaeldsneytið er enn allsráðandi eins og annars staðar í heiminum. 

Skýrsla Nordic Energy Research

Tilkynning á vef Stjórnarráðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka