Strætó óskar eftir þátttöku almennings í mótun nýs leiðanets. Markmiðið er að laga Strætó að breyttu skipulagi og innleiða nýjar áherslur þar sem örari tíðni og styttri ferðatími verður í forgrunni. Breytingar eru fram undan í samgöngu- og skipulagsmálum höfuðborgarsvæðsins eins og uppbygging borgarlínu, skipulagsbreytingar á Hlemmi, BSÍ-reit og víðar. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Nýtt leiðanet verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023 þegar áætlað er að fyrsta áfanga borgarlínu verði lokið. Lagt er til að skipta leiðanetinu í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því.
Stofnleiðanetið er skipulagt sem burðarásinn í nýju leiðaneti og tilgangur þess verður að flytja mikinn fjölda farþega á sem stystum tíma. Áætlað er að vagnar á stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatíma. Borgarlína mun leysa hluta stofnleiðanets Strætó af hólmi eftir því sem sérrými borgarlínu byggist upp, segir í tilkynningu.
Í nóvember er áætlað að faghópur um leiðakerfismál skili hugmyndum að nýju leiðaneti til stjórnar Strætó.
Á þessum vef verður hægt skila inn hugmyndum og ábendingum.
Strætó heldur opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í október þar sem almenningur er hvattur til að kynna sér málið og koma með athugasemdir.
Dagsetning |
Tími |
Staðsetning |
21. október |
15:00-18:00 |
Háholt í Mosfellsbæ |
22. október |
15:00-18:00 |
Mjódd |
24. október |
15:00-18:00 |
Smáralind |
28. október |
15:00-18:00 |
Fjörður |
29. október |
12:00-14:00 |
Háskólatorg |
29. október |
16:00-18:00 |
Háskólatorg |
31. október |
16:00-18:00 |
Ráðhús Garðabæjar, Garðatorg 7 |
Frekari upplýsingar eru einnig hér