Dómur í húsnæðisdeilu múslima staðfestur

Ýmis­húsið er í eigu Stofn­un­ar múslima á Íslandi.
Ýmis­húsið er í eigu Stofn­un­ar múslima á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Menningarseturs múslima á Íslandi gegn Stofnun múslima á Íslandi, en deilur félaganna tveggja hafa staðið yfir árum saman og snúast um leigurétt þess fyrrnefnda að Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20 í Reykjavík.

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti og því er niðurstaða málsins sú að Menningarsetrið skuli greiða Stofnun múslima 8,6 milljónir í vangoldna leigu og málskostnað, auk dráttarvaxta og 600.000 króna málskostnaðar fyrir Landsrétti.

Eins og mbl.is fjallaði um síðasta haust er forsaga deilnanna löng. Stofn­un múslima er eig­andi Ýmishúss­ins, en það var keypt árið 2010.

Stofn­un­in full­yrti árið 2016 að hún hefði gert af­nota­samn­ing við Menn­ing­ar­setrið og að staðið hafi til að gerður yrði húsa­leigu­samn­ing­ur. Drög að þeim samn­ingi hafi verið gerð og dag­sett 20. des­em­ber 2012 og átt að gilda til 31. des­em­ber 2023.

Næsta dag hafi hins veg­ar verið ákveðið að breyta fyr­ir­komu­lag­inu og gefa Menn­ing­armiðstöðinni af­nota­rétt af hluta húss­ins án end­ur­gjalds. Þetta hafi verið staðfest með samn­ingi sem er dag­sett­ur 21. des­em­ber 2012, en að fyrri samn­ing­ur­inn hafi með þessu verið felld­ur niður. Í júní 2016 lét Stofn­un múslima á Íslandi svo bera út Menn­ing­ar­setrið. 

Landsréttur segir um þetta atriði að á meðal skjala málsins sé skjal sem dagsett er 21. desember 2012 og beri yfirskriftina „Notkun á húsnæði og krafa um starfsemi“, en undir skjalið rita þeir Hussein Aldaoudi og Karim Askari, sömu menn og undirrituðu húsaleigusamninginn degi fyrr.

„Með skjalinu frá 21. verður að líta svo á að aðilar hafi sammælst um að fella úr gildi húsaleigusamninginn,“ segir í niðurstöðu Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka