Hátt í 17.000 hafa leitað til Virk

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk.
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. mbl.is/​Hari

„Þetta er auðvitað mikill fjöldi fólks og við höfum átt fullt í fangi með að taka á móti því öllu,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og vísar í máli sínu til þess að frá stofnun sjálfseignarstofnunarinnar árið 2008 hafi um 16.700 einstaklingar leitað þangað.

Yfir 80% þeirra sem þangað leita hafa ekki starfsgetu vegna sjúkdóma og/eða stoðkerfisvandamála. Konur eru í miklum meirihluta, eða 67%, en alls eru nú um 2.600 manns í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum Virk um allt land, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Í dag eiga allir rétt á þjónustu hjá okkur á aldrinum 16 til 70 ára að ákveðnum faglegum skilyrðum uppfylltum. Eins og staðan er núna er gríðarleg aðsókn í þjónustuna,“ segir Vigdís og bendir á að í fyrra hafi alls 1.965 nýir einstaklingar fengið þjónustu hjá Virk. Fleiri hafa sótt sér þjónustu í ár en á sama tíma í fyrra.

„Við fáum allan aldur til okkar þótt þeir séu nú ekki mjög margir sem eru á aldrinum 16 til 18 ára. Einhverjir eru samt á þeim aldri. Að sama skapi eru þeir ekki mjög margir sem eru á aldrinum 68 til 70 ára.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert