Álagsmeiðsli barna of algeng

Kraftmmiklar stúlkur á æfingu.
Kraftmmiklar stúlkur á æfingu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Álags­meiðsli og ein­kenni ofþjálf­un­ar­heil­kenn­is meðal barna og ung­linga sem stunda íþrótt­ir eru al­geng­ari en ásætt­an­legt er. Þetta er á meðal álykt­ana sem Nadia Mar­grét Jamchi sjúkraþjálf­ari legg­ur fram í nýrri meist­ara­rit­gerð sinni.

„Með frek­ari leiðbein­ing­um og fræðslu­efni fyr­ir for­eldra, þjálf­ara, íþróttaiðkend­ur og þá sem koma að íþróttaiðkun barna er von­andi hægt að minnka tíðni ofþjálf­un­ar og bera kennsl á þróun álags­meiðsla fyrr í ferli,“ seg­ir Nadia í sam­tali við Morg­un­blaðið, sem seg­ir að mögu­lega verði börn of snemma fyr­ir ut­anaðkom­andi pressu um að ein­blína ein­ung­is á eina íþrótt. „Í raun er æski­legt að áhersl­an í þjálf­un barna sé fjölþætt og í sam­ræmi við ald­ur og þroska.“

Nadia rýndi einnig í rann­sókn­ir þar sem vís­bend­ing­ar um teng­ingu milli ofþjálf­un­ar eða álags­meiðsla og kuln­un­ar komu fram.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert