Álagsmeiðsli barna of algeng

Kraftmmiklar stúlkur á æfingu.
Kraftmmiklar stúlkur á æfingu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Álagsmeiðsli og einkenni ofþjálfunarheilkennis meðal barna og unglinga sem stunda íþróttir eru algengari en ásættanlegt er. Þetta er á meðal ályktana sem Nadia Margrét Jamchi sjúkraþjálfari leggur fram í nýrri meistararitgerð sinni.

„Með frekari leiðbeiningum og fræðsluefni fyrir foreldra, þjálfara, íþróttaiðkendur og þá sem koma að íþróttaiðkun barna er vonandi hægt að minnka tíðni ofþjálfunar og bera kennsl á þróun álagsmeiðsla fyrr í ferli,“ segir Nadia í samtali við Morgunblaðið, sem segir að mögulega verði börn of snemma fyrir utanaðkomandi pressu um að einblína einungis á eina íþrótt. „Í raun er æskilegt að áherslan í þjálfun barna sé fjölþætt og í samræmi við aldur og þroska.“

Nadia rýndi einnig í rannsóknir þar sem vísbendingar um tengingu milli ofþjálfunar eða álagsmeiðsla og kulnunar komu fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert