Samgöngulausn fékk milljón

Teymið Gögn-in bar sigur úr býtum í Borgarhakki Snjallborgarinnar.
Teymið Gögn-in bar sigur úr býtum í Borgarhakki Snjallborgarinnar.

Teymið Gögn-in bar sigur úr býtum í Borgarhakki Snjallborgarinnar sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudag og laugardag. Fékk teymið vegleg verðlaun, eina milljón króna.

Stefán Carl Peiser og Guolin Fang í Gögn-in kynntu hugmyndina, en Gögn-In er kerfi sem safnar og staðlar landfræðilegum rauntímagögnum sem finna má víðsvegar á Íslandi. „Hægt verður að nota þessi gögn í ýmsum bestunarverkefnum, auk þess stefnum við á að innleiða ný og stöðluð gögn í Google Maps. Með því að brjóta niður stórgögn sem tengjast kolefnisfótspori í smærri parta vonumst við til þess að vekja athygli á því hvar vandamálin liggja og hvernig við getum öll tekist í hendur og leyst þau á sem bestan hátt,“ segja þeir Stefán og Guolin.

Borgarhakk Snjallborgarinnar fór nú fram í annað skipti í ráðhúsinu. Þar kom saman fjöldi fólks sem kynnti hugmyndir til bætingar Reykjavíkurborgar í svokallaðri hugmyndaverkefnastofu undir leiðsögn sérfræðinga. Fjöldi svokallaðra mentora var á staðnum og veitti þátttakendum ráðleggingar. Í lokin kynntu keppendur hugmyndir sínar fyrir dómnefnd sem valdi bestu lausnina.

Þá hafa þátttakendur keppninnar í fyrra margir hverjir þróað hugmyndir sínar áfram, tekið þátt í viðskiptahröðlum eða stofnað fyrirtæki svo fátt eitt sé nefnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert