Undirbúa skýringar til UNESCO

Vinsælt er að kafa í Silfru.
Vinsælt er að kafa í Silfru. mbl.is/Sigurður Bogi

Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að nú undirbúi nefndin svar við beiðni Heimsminjaskrár UNESCO vegna köfunar í Silfru, sem er á Heimsminjaskrá. Sá undirbúningur gæti tekið nokkrar vikur eða mánuði að hans sögn.

„Það mun taka töluverðan tíma að taka efnið saman, köfun hefur verið leyfð í Silfru í næstum 20 ár. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er á heimsminjaskrá fyrir menningarminjar fyrst og fremst en ekki náttúru. Nú þurfum við að taka saman vandað svar, sennilega fjölmargar blaðsíður, þar sem við förum yfir þetta lið fyrir lið,“ sagði hann. Svarið verður unnið af hálfu Þingvallanefndar, þjóðgarðsvarðar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Heimsminjaskrá UNESCO hefur óskað eftir nánari skýringum á köfun í Silfru ásamt tilheyrandi starfsemi í Þingvallaþjóðgarði. Það var gert í kjölfar kvörtunar sem lögmaðurinn Jónas Haraldsson lögmaður lagði fram til Heimsminjaskrárinnar. Þar gagnrýndi hann starfsemi köfunarfyrirtækjanna og umfangið sem tilheyrir henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert