Sútunarverksmiðjan Atlantic Leather á Sauðárkróki á í rekstrarerfiðleikum og óvissa er um framtíð hennar.
Framkvæmdastjórinn sem á helmingshlut í fyrirtækinu lét af störfum fyrir viku vegna deilna við meðeiganda og er reksturinn nú í höndum hins síðarnefnda.
Bæjarráð fundaði í gær um málið. Sveitarstjórinn segir það mjög slæmt ef reksturinn leggst af.