Aksturskostnaður lækkað um 16,6 milljónir

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Akst­urs­kostnaður þing­manna lækkaði um 16,6 millj­ón­ir króna frá ár­inu 2017 til árs­ins 2019 en miðað er við áætlaðar greiðslur á þessu ári. Þetta kom fram í máli pírat­ans Björns Leví Gunn­ars­son­ar á þingi í dag.

Þar kom fram að akst­urs­kostnaður­inn var 42,7 millj­ón­ir árið 2017, 30,7 millj­ón­ir í fyrra og gert er ráð fyr­ir því að hann verði 26,1 millj­ón í ár. 

Akst­urs­greiðslur til þing­manna voru tölu­vert til umræðu í upp­hafi síðasta árs og þótti ýms­um nót um. Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fékk 4,6 millj­ón­ir end­ur­greidd­ar vegna akst­urs­kostnaðar árið 2017.

Ég myndi al­veg glaður geta kvittað und­ir, ég er bú­inn að sinna starfi mínu hér og borga laun­in mín og rúm­lega það miðað við þetta. Mér finnst þetta mjög góð niðurstaða og sýn­ir hvernig gagn­sæi borg­ar sig ein­fald­lega,“ sagði Björn Leví.

Hann sagði að þetta þyrfti að gera á fleiri sviðum, til að mynda í dag­pen­ing­um ráðherra og þing­manna. 

Við þurf­um að gera þetta meira og víðar, meðal ann­ars í dag­pen­ing­um ráðherra og þing­manna líka. Það er skjalfest í svör­um þings­ins við fyr­ir­spurn minni um dag­pen­inga ráðherra að akst­ur á flug­völl er tvígreidd­ur, að mat­ar­boð eru ekki tal­in sem hlunn­indi, að end­ur­greiðsla vegna útlagðs kostnaðar dag­pen­inga er ekki tal­in sem hlunn­indi,“ sagði Björn Leví.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert