Aksturskostnaður lækkað um 16,6 milljónir

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aksturskostnaður þingmanna lækkaði um 16,6 milljónir króna frá árinu 2017 til ársins 2019 en miðað er við áætlaðar greiðslur á þessu ári. Þetta kom fram í máli píratans Björns Leví Gunnarssonar á þingi í dag.

Þar kom fram að aksturskostnaðurinn var 42,7 milljónir árið 2017, 30,7 milljónir í fyrra og gert er ráð fyrir því að hann verði 26,1 milljón í ár. 

Akstursgreiðslur til þingmanna voru töluvert til umræðu í upphafi síðasta árs og þótti ýmsum nót um. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk 4,6 milljónir endurgreiddar vegna aksturskostnaðar árið 2017.

Ég myndi alveg glaður geta kvittað undir, ég er búinn að sinna starfi mínu hér og borga launin mín og rúmlega það miðað við þetta. Mér finnst þetta mjög góð niðurstaða og sýnir hvernig gagnsæi borgar sig einfaldlega,“ sagði Björn Leví.

Hann sagði að þetta þyrfti að gera á fleiri sviðum, til að mynda í dagpeningum ráðherra og þingmanna. 

Við þurfum að gera þetta meira og víðar, meðal annars í dagpeningum ráðherra og þingmanna líka. Það er skjalfest í svörum þingsins við fyrirspurn minni um dagpeninga ráðherra að akstur á flugvöll er tvígreiddur, að matarboð eru ekki talin sem hlunnindi, að endurgreiðsla vegna útlagðs kostnaðar dagpeninga er ekki talin sem hlunnindi,“ sagði Björn Leví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka