Fleiri ungir í skuldavanda

Ungt fólk verður sífellt stærri hluti þeirra sem leita sér …
Ungt fólk verður sífellt stærri hluti þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara. mbl.is/​Hari

Ungt fólk í fjárhags- og greiðsluerfiðleikum verður sífellt stærri hluti þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara. Í seinasta mánuði bárust embættinu 33 umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda og voru 49% umsækjenda á aldrinum 18 til 29 ára skv. nýju yfirliti um stöðu mála hjá embættinu.

Í lok síðasta árs lá fyrir að mikil fjölgun hefði orðið meðal umsækjenda um greiðsluaðlögun í yngsta aldurshópnum, þ.e. 18-29 ára, og voru umsækjendur í þeim hópi 27,3% allra umsækjenda í fyrra. Þessi þróun hefur svo haldið áfram á þessu ári, að sögn Söru Jasonardóttur, verkefnastjóra fræðslu og kynningarmála hjá Umboðsmanni skuldara.

,,Á árinu 2018 var yngsti hópurinn 27,3% af heildarumsækjendum en er nú kominn í 37% það sem af er ári,“ segir Sara.

Aðspurð segir hún að fjárhagserfiðleikar þessa hóps séu aðrir en margir aðrir eiga við að glíma og vandamál vegna skammtímalána eru algeng. Í fyrra voru 79% umsækjenda um greiðsluaðlögun á aldrinum 18-29 ára með skyndilán og segir Sara að leiða megi að því líkur að sú tala sé svipuð á þessu ári.

Það sem af er þessu ári hafa Umboðsmanni skuldara borist alls 881 umsókn um úrræði vegna fjárhagsvanda og þar af voru umsóknirnar 82 í septembermánuði. Þetta eru töluvert færri umsóknir á heildina litið en á umliðnum árum en yngstu aldurshóparnir verða sífellt fyrirferðarmeiri. Viðfangsefni umboðsmanns hafa breyst. Fram hefur komið að aðeins 12% nýrra umsókna um greiðsluaðlögun eru vegna fasteignalána.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert