Fjölmargir haldið áfram í kvikmyndagerð eftir námskeiðið

Nemendur á kvikmyndanáskeiði í fyrra.
Nemendur á kvikmyndanáskeiði í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Fjölmargt upprennandi kvikmyndagerðarfólk hefur farið á kvikmyndanámskeið Hins hússins sem verður haldið í áttunda skiptið á næstunni og verður að þessu sinni ókeypis. Þetta er áttunda námskeiðið sem Kali­forn­íumaður­inn Lee Lynch kennir. 15 nemendur á aldrinum 16-25 ára komast að að þessu sinni á námskeiðið sem er 8 vikna langt og hefst 21. október. 

Nemendur þurfa ekki að búa yfir neinni reynslu af kvikmyndagerð það eina sem þarf er að hafa áhuga á kvikmyndagerð. Á námskeiðinu er að sjálfsögðu búin til kvikmynd, rætt og horft á kvikmyndir og allt sem viðkemur kvikmyndagerð. Þetta er fimmta árið sem boðið er upp á námskeiðið hjá Hinu húsinu og er það áttunda í röðinni. Lokasýningin verður í Iðnó.

„Við höfum hjálpað fjölmörgum sem hafa haldið áfram á þessari braut. Það er mjög gott að byrja hér,“ segir Lee. Hann hefur verið duglegur að fylgjast með fyrrverandi nemendum sínum. Fjölmargir hafa farið í listaháskóla hér heima eða erlendis og lagt fyrir sig kvikmyndagerð. Einn þeirra vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni RIFF nýverið. Annar útskrifaðist með meistaragráðu úr National Film & Television School. 

Lee lærði til­raunda­kennda kvik­mynda­gerð í lista­skól­an­um Cal Arts í Kali­forn­íu og tók svo meist­ara­próf í mynd­list í Há­skól­an­um í Suður-Kali­forn­íu (USC). Mynd­ir hans hafa verið sýnd­ar á ýms­um kvik­mynda­hátíðum, meðal ann­ars á Sund­ance, Tri­becca, Rotter­dam og á Viennale. 

Hann kynntist konunni sinni sem er íslensk í kvikmyndaskóla í Los Angeles. Fyrsta námskeiðið sem þau héldu í kvikmyndagerð var í Los Angeles. Þegar þau fluttu til Íslands ákváðu þau að halda áfram að halda námskeið fyrir Íslendinga sem hefur gefið góða raun. 

Hér er hægt að skrá sig. 

Hér er vefsíða Lee Lynch.

Lee Lynch kvikmyndagerðarmaður.
Lee Lynch kvikmyndagerðarmaður. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka