Tollgæslan fær peningahund til afnota

Steinar Gunnarsson lögreglumaður með hund í þjálfun.
Steinar Gunnarsson lögreglumaður með hund í þjálfun.

Tollgæslan í Reykjavík er að fá til afnota hund sem hefur verið þjálfaður til leitar að peningaseðlum.

Áður hafði hundurinn fengið þjálfun til að finna fíkniefni og reynst vel í því. Er Tollgæslan að efla eftirlit með peningaþvætti og notkun hunda er liður í því starfi.

„Lyktin af peningaseðlum fer ekkert á milli mála. Við vinnum með hundunum í nokkur misseri og við skipulagða þjálfun læra þeir fljótt hvar seðla er að finna, en þeir þurfa þá að vera í búntum og þar með allvænar upphæðir,“ segir Steinar Gunnarsson, lögreglufulltrúi á Sauðárkróki, sem stjórnar þjálfun peningahundsins, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert