Alls konar rusli er hent úti á víðavangi

Fólk vill líklega ekki sjá svona sóðalega umgengni þegar það …
Fólk vill líklega ekki sjá svona sóðalega umgengni þegar það fer í heilsubótargöngu eða reiðtúr sér til ánægju úti í náttúrunni. mbl.is/Árni Sæberg

Ófögur sjón blasti við augum við Rauðavatnið, en í kringum það er mikil náttúrufegurð og vinsælt útivistarsvæði fyrir göngufólk og hestamenn. Einhver hafði farið þangað og losað sig við alls konar drasl.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að rekist fólk á drasl á víðavangi í borgarlandinu eigi það að senda ábendingu um það á heimasíðu borgarinnar. Starfsmenn borgarinnar muni þá hreinsa til. Hann segir nokkuð algengt að tilkynningar berist um að drasli sé hent á víðavangi.

Bjarni hafði heyrt að á samfélagsmiðlum væri boðið upp á að losa fólk við drasl gegn vægu gjaldi. Í stað þess að fara með það í Sorpu hefði því verið hent úti í náttúrunni.

„Það er algjörlega forkastanlegt að á 21. öldinni sé fólk enn að fleygja svona á víðavangi,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert