Alltaf verði ein jarðgöng í gangi

Múlagöng. Mikil aukning hefur orðið á umferð um þau og …
Múlagöng. Mikil aukning hefur orðið á umferð um þau og uppi eru hugmyndir um að breikka þau. Ljósmynd/Vegagerðin

Sér­stök jarðganga­áætl­un er hluti upp­færðrar sam­göngu­áætlun­ar sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, kynnti á fundi ráðuneyt­is­ins í morg­un. „Stefn­an er að alltaf verði ein jarðgöng í gangi hverju sinni,“ sagði ráðherra.

Sú sam­göngu­áætlun sem nú er í gildi er fyr­ir árin 2019 — 2033,  en á fund­in­um kynnti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra end­ur­skoðaða áætl­un frá og með næsta ári til árs­ins 2034.

Af þeim jarðgöng­um sem eru á end­ur­skoðaðri áætl­un eru göng um Reyn­is­fjall, Fjarðar­heiði og Miðfjörð. „Við ætl­um að hring­tengja Mið-Aust­ur­land með jarðgöng­um,“ sagði ráðherra. Flýta á göng­um um Fjarðar­heiði frá því sem áður hafði verið áformað og eiga fram­kvæmd­ir nú að hefjast við þau árið 2022. 

Þá kynnti ráðherra mögu­leg jarðganga­verk­efni á fund­in­um. Göng um Ísa­fjörð til Súðavík­ur sem myndu vera á bil­inu 2,6 — 6,8 kíló­metra löng. „Hugs­an­lega væri hægt að leysa það með veg­skál­um,“ sagði ráðherra og það sama ætti við um göng um Hval­nesskriður sem yrðu 3 — 6 km löng.

Þá eru göng frá Fljót­um að Hóls­dal í Sigluf­irði, um Siglu­fjarðarsk­arð sem yrðu 5,2 km á list­an­um yfir mögu­leg göng og einnig breikk­un Múla­ganga vegna mik­ill­ar um­ferðar um þau.

Í áætl­un­inni seg­ir að stefnt sé að gjald­töku af um­ferð í jarðgöng­um á Íslandi. „Sú inn­heimta mun fjár­magna rekst­ur og viðhald gang­anna, sem og að standa und­ir því sem uppá vant­ar í fram­kvæmda­kostnað,“ seg­ir í áætl­un­inni.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á fundinum í morgun.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra á fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert