Framkvæmdum um allt land verði flýtt

Sigurður Ingi á fundinum í morgun.
Sigurður Ingi á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flýta þarf samgönguverkefnum í öllum landshlutum frá því sem áður hafði verið ákveðið. Þetta kemur fram í endurskoðaðri samgönguáætlun sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son,sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, kynnti á fundi ráðuneyt­is­ins í morg­un.

Sú sam­göngu­áætlun sem nú er í gildi er fyr­ir árin 2019 - 2033,  en á fund­in­um kynnti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra end­ur­skoðaða áætl­un frá og með næsta ári til árs­ins 2034.

Fjögur framkvæmdasvæði

Á fundinum kynnti hann m.a. þau samgönguverkefni sem þarf að flýta og skipti þeim eftir fjórum svæðum. Á Suðursvæði eru helstu verkefni aðskildar akstursstefnur frá Skeiðavegamótum að Hellu, brú á Ölfusá, vegur á leiðinni Varmá - Kambar og aðskildar akstursstefnur á leiðinni Fitjar - Rósaselstorg, sem liggur að Leifsstöð.

Kjalarnesvegur. Framkvæmdir við hann eru meðal þeirra sem á að …
Kjalarnesvegur. Framkvæmdir við hann eru meðal þeirra sem á að flýta samkvæmt endurskoðaðri samgönguáætlun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á Vestursvæði eru þessi verkefni brýnust: aðskildar akstursstefnur á Kjalarnesvegi og á leiðinni Akrafjallsvegur að Borgarnesi, en ráðherra sagði á fundinum að brýnt væri að aðskilja akstursstefnu á vegum þar sem umferð væri 5.000 eða fleiri bílar á sólarhring. Þá eru Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur einnig á þessum lista.

Á Norðursvæði þarf að flýta þessum verkefnum: Brekknaheiði og Vatnsnesvegur.

Á Austursvæði er um að ræða þessar framkvæmdir: Reyðarfjörður að Breiðdalsvík, vegurinn um Lón, vegurinn við Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Miðfjarðargöng  og Fjarðaheiðargöng.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert