Gjaldtaka fyrirhuguð víða

Gjald­taka verður í til­tek­inn tíma fyr­ir akst­ur um Sunda­braut, á nýrri brú yfir Ölfus­fljót, um tvö­föld Hval­fjarðargöng, um jarðgöng um Reyn­is­fjall og Ax­ar­veg. Um verður að ræða svo­kölluð sam­vinnu­verk­efni einkaaðila og rík­is þar sem gjald­taka verður í af­markaðan tíma en síðan verður eign­ar­hald innviða af­hent rík­inu í lok samn­ings­tíma.

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, á fundi ráðuneyt­is­ins sem nú stend­ur yfir þar sem upp­færð og end­ur­skoðuð sam­göngu­áætl­un fyr­ir tíma­bilið 2020-2034 er kynnt.

„Við þurf­um að hugsa út fyr­ir boxið hvað varðar fjár­mögn­un,“ sagði ráðherra. „Að öðrum kosti verðum við mjög lengi að þessu; við verðum 50 ár að klára verk­efni sem við ætl­um að klára á næstu 15 árum. 

Áætl­un­in mun fljót­lega birt­ast í sam­ráðsgátt stjórn­valda þar sem kost­ur gefst á að koma með at­huga­semd­ir um hana næstu tvær vik­urn­ar.

Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Á fund­in­um sagði ráðherra m.a. að þessi gjald­taka helgaðist m.a. af því að á næstu 15 árum þyrfti að ráðast í kostnaðarsam­ar sam­göngu­bæt­ur sem með hefðbund­inni fjár­mögn­un op­in­berra aðila myndu taka 50 ár. Ekki væri hægt að bíða svo lengi. Hann sagði að sam­vinnu­verk­efni sem þessi hentuðu vel í stór­um og vel skil­greind­um ný­fram­kvæmd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert