Ráðherra vill skosku leiðina

Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti drög að endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir tímabilið …
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti drög að endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byggja á upp skilvirkt kerfi alþjóðaflugvalla hér á landi og tryggja tengingar á milli innanlandsflugs og annarra hluta samgöngukerfisins. Þá á að fara svokallaða skoska leið varðandi aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að millilandaflugi.

Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar,sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, á fundi ráðuneytisins í morgun þar sem upp­færð og end­ur­skoðuð sam­göngu­áætlun fyr­ir tíma­bilið 2020-2034 var kynnt. Hún felur í sér nýja flugstefnu, en þetta er í fyrsta skiptið sem slík stefna er mótuð með heildstæðum hætti.

Mark­mið skosku leiðar­inn­ar er að auka aðgengi að flugþjón­ustu á viðráðan­legu verði frá jaðarbyggðum. Í Skotlandi hefur það verið gert með því að ríkið greiði fyr­ir af­slátt sem nem­ur helm­ing farmiðans til þeirra sem búa á jaðarsvæðum.

Leifsstöð. Byggja á upp skilvirkt kerfi alþjóðaflugvalla hér á landi …
Leifsstöð. Byggja á upp skilvirkt kerfi alþjóðaflugvalla hér á landi og tryggja tengingar á milli innanlandsflugs og annarra hluta samgöngukerfisins samkvæmt endurskoðaðri samgönguáætlun. Eggert Jóhannesson

 

Ætlar ekki að hanna rafmagnsflugvél

Sigurður Ingi sagði brýnt að skapa umhverfi sem viðhéldi grunni fyrir sterkan flugrekstur. Veita þyrfti áfram flugleiðsöguþjónustu í fremstu röð á Norður-Atlantshafi, stuðla áfram að auknu flugöryggi og draga eftir föngum úr neikvæðum áhrifum flugs og tengds rekstrar á umhverfið. Í því sambandi stæði til að greiða fyrir orkuskiptum í þeim rekstri sem tengdist flugi.

Ráðherra sló á létta strengi og sagði að í áætluninni fælist ekki hönnun á flugvél sem gengi fyrir rafmagni. „En við munum að sjálfsögðu taka á móti slíkri flugvél,“ sagði hann.

Þá felst í nýrri flugstefnu að menntun flugmanna og annarra sem vinna flugtengd störf verði hluti af opinbera menntakerfinu og að vinna að undirbúningi og uppbyggingu aðstöðu fyrir flugkennslu og einkaflug utan höfuðborgarsvæðisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka