Samgönguáætlun hvorki kynnt ríkisstjórn né þingflokkum

Sigurður Ingi á fundinum í morgun.
Sigurður Ingi á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, kynnti upp­færða og end­ur­skoðaða sam­göngu­áætlun fyr­ir tíma­bilið 2020 – 2034 hvorki fyr­ir rík­is­stjórn né þing­flokk­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna áður en hann kynnti hana á opn­um morg­un­verðar­fundi ráðuneyt­is­ins í Nor­ræna hús­inu í morg­un.

Frétta­blaðið greindi frá því fyrr í dag að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið titraði vegna blaðamanna­fund­ar­ins þar sem drög að nýrri sam­göngu­áætlun voru kynnt. Þar sagði að ráðherra hefði ekki haft fyr­ir því að kynna drög­in fyr­ir rík­is­stjórn eða þing­flokk­um stjórn­ar­flokk­anna fyr­ir fund­inn.

„Það er al­veg rétt að hann fór ekki sér­stak­lega með þetta fyr­ir rík­is­stjórn eða neitt slíkt. Það var hald­inn fund­ur í meiri­hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar í gær þannig sá hóp­ur fékk kynn­ingu fyr­ir fund­inn í morg­un en þetta hafði ekki komið fyr­ir þing­flokk­inn áður,“ sagði Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, í sam­tali við mbl.is.

„Ég var á fundi í morg­un þegar hann [Sig­urður Ingi] var að kynna þetta og hef ekki séð kynn­ing­una en hef aðeins verið að skoða þetta. Ég hef ekk­ert verið að leggj­ast yfir sam­göngu­áætlun­ina og get ekki tjáð mig sér­stak­lega um hana en svona í fyrsta kasti líst mér ágæt­lega á þetta. En ég þarf að skoða þetta lið fyr­ir lið,“ bætti hún við.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Golli

Hún sagði jafn­framt að í fljótu bragði liti nýja sam­göngu­áætlun­in þokka­lega út. „Auðvitað eru svipt­ing­ar og breyt­ing­ar, það er verið að tala um aðra hluti en var gert ráð fyrri, eins og inn­heimtu veggjalda og slíkt. En þetta er stór plagg sem þarf að leggj­ast yfir og það ger­ist ekki á ör­fáaum klukku­tím­um.“

Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagðist lítið hafa um málið að segja á þessu stigi.

„Sam­gönguráðherra var auðvitað í dag að kynna sín­ar hug­mynd­ir byggðar á til­lög­um sam­gönguráðs en til­lag­an á eft­ir að fá um­fjöll­un bæði á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þing­flokka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Svo auðvitað eðli­lega málsmeðferð á Alþingi.“

Ekki hef­ur náðst í Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra eða Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra vegna máls­ins.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri grænna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert