Hlaðnir veggir rifnir á kostnað eiganda

Verktakar rifu hluta af óleyfismannvirkinnu við lóð Gentle Giants á …
Verktakar rifu hluta af óleyfismannvirkinnu við lóð Gentle Giants á hafnarsvæði Húsavíkur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Veggir sem hvalaskoðunarfyrirtæki reisti utan um hús sitt, utan lóðarmarka á hafnarsvæðinu á Húsavík, hafa verið rifnir. Veggirnir voru reistir án leyfis bæjaryfirvalda og raunar þrátt fyrir að synjað hefði verið ítrekað um leyfi og verkið verið stöðvað, að sögn Gauks Hjartarsonar, skipulags- og byggingarfulltrúa Norðurþings.

Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants reisti fjóra veggi. Sveitarfélagið fór formlega fram á það við fyrirtækið 16. ágúst sl. að þeir yrðu fjarlægðir. Að öðrum kosti yrðu þeir rifnir á kostnað þess. Ekki var orðið við því.

Verktakar á vegum sveitarfélagsins rifu tvo veggina í vikunni. Annars vegar vesturvegginn sem síðast var reistur og gekk hálfan metra út í götuna Hafnarstétt og hins vegar suðurvegginn sem gekk inn á lóð nágrannans í óþökk hans.

Eftir standa austur- og norðurveggur. Þeir voru reistir fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd féllst á að Norðurþing gæti stöðvað framkvæmdina og látið fjarlægja þá. Norðurveggurinn var færður. Eiganda fyrirtækisins var boðið samkomulag um að austurveggur fengi að standa gegn því að bærinn fengi að fjarlægja hann síðar ef á þyrfti að halda. Því boði hefur ekki verið tekið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka