Fjöldi mála til eftirlitsnefndar

Fjöldi mála berst til nefndar um eftirlit með lögreglu.
Fjöldi mála berst til nefndar um eftirlit með lögreglu.

Málum, sem árlega hafa borist nefnd um eftirlit með lögreglu, hefur fjölgað mikið frá því nefndin var sett á stofn fyrir þremur árum. Á árinu 2017 voru málin alls 81, árið 2018 voru þau 100 og það sem af er árinu 2019 hafa nefndinni borist 86 mál.

Þetta kemur fram í umsögn Skúla Þórs Gunnsteinssonar, formanns nefndarinnar, um þingsályktunartillögu sem liggur fyrir Alþingi en samkvæmt tillögunni, sem Helgi Hrafn Gunnarsson og fleiri þingmenn Pírata lögðu fram, á forseti Alþingis að leggja fyrir forsætisnefnd þingsins að semja lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlit með störfum lögreglu.

Í umsögn Skúla kemur fram, að nefndinni, sem nú starfar, séu settar ákveðnar skorður hvað varðar valdheimildir. Meðal annars hafi nefndin engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir og geti ekki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum vegna brota í starfi, né lagt slíkt til við lögreglustjóra sem þeirra yfirmenn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert