Sænska jólageitin var sett upp við IKEA í Garðabæ í gær og minnti á að það styttist til jóla.
Löng hefð er orðin fyrir því að verslunin setji upp jólageit við verslunina. Jólageiturnar á Íslandi hafa þó ekki allar náð að standa til jóla.
Dæmi eru um að brennuvargar hafi kveikt í jólageitinni, þrátt fyrir að hennar sé vandlega gætt, og eins hefur komið fyrir að íslenskt vetrarveður hafi feykt geitinni um koll.