Seðlabankinn dæmdur til að veita upplýsingar

Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins, við fyrirtöku í ágúst.
Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins, við fyrirtöku í ágúst. mbl.is/Arnþór

Hérðasdómur Reykjaness dæmdi í dag Seðlabanka Íslands til að veita Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu, upplýsingar um samning sem gerður var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, árið 2016. Fréttablaðið greinir frá þessu, en dómur var kveðinn upp í morgun.

Stefán Jóhann Stefánsson, ristjóri Seðlabankans, segir í samtali við mbl.is að bankinn muni gefa sér tíma til að fara yfir dóminn áður en tekin verður ákvörðun um áfrýjun. Þráspurður hve langan tíma það gæti tekið, neitar Stefán að svara. Þá vill hann ekki svara hvort blaðamanni verði veittar umbeðnar upplýsingar áður en ákvörðun verður tekin um áfrýjun, þótt dómsmálið yrði þá vitanlega marklaust.

Í nóv­em­ber í fyrra sendi Ari fyr­ir­spurn á bank­ann þar sem óskað var eft­ir upp­lýs­ing­um um til­hög­un náms­leyf­is Ingi­bjarg­ar árin 2016—2017 er hún sótti MPA-nám í Banda­ríkj­un­um, en að námi loknu sneri Ingi­björg ekki aft­ur til starfa hjá bank­an­um.

Seðlabank­inn neitaði að svara fyr­ir­spurn­inni og kærði Ari bank­ann því til úrskurðarnefndar um upp­lýs­inga­mál, sem úr­sk­urðaði hon­um í vil í júlí. Því hugðist Seðlabankinn ekki una og stefndi því Ara til að freista þess að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert