Líst vel á niðurgreiðslu innanlandsflugs

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðmundi Inga Guðbrands­syni, um­hverf­is­ráðherra og nýj­um vara­for­manni Vinstri grænna, líst vel á hug­mynd­ir um inn­leiðingu skosku leiðar­inn­ar svo­kölluðu; niður­greiðslu inn­an­lands­flugs til íbúa dreifðri byggða að skoskri fyr­ir­mynd.

Til­laga um stuðning við þá hug­mynd ligg­ur fyr­ir lands­fundi Vinstri grænna, sem nú stend­ur yfir, og viðbúið að greidd verði at­kvæði um hana í kvöld eða á morg­un.

Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, sam­gönguráðherra og for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, er tíðrætt um skosku leiðina en hún var eitt af lof­orðum flokks­ins í kosn­ing­un­um 2017. Ný sam­göngu­áætlun ár­anna 2020-34 ligg­ur nú fyr­ir þing­inu, en í henni er meðal ann­ars að finna nýja flug­stefnu fyr­ir Ísland, þar sem laus­lega er vikið að niður­greiðslu á til­tekn­um leiðum inn­an­lands­flugs, milli Kefla­vík­ur, Eg­ilsstaða Ak­ur­eyr­ar og Reykja­vík­ur og verði þeir eitt „flug­valla­kerfi“ frá ár­inu 2024, sem reynd­ar er tveim­ur árum áður en stefnt er að því að síðast­nefndi völl­ur­inn verði lagður niður.

Guðmund­ur seg­ir mik­il­vægt að horfa á sam­göngu­mál­in heild­stætt. „Það er mjög mik­il­vægt að halda úti sam­göng­um milli staða.“ Aðspurður seg­ir hann að mat á um­hverf­isáhrif­um til­lög­unn­ar, sem vit­an­lega hvet­ur fólk til að fljúga meira, liggi ekki fyr­ir, en stjórn­völd stefna að kol­efn­is­hlut­leysi Íslands árið 2040 og ljóst að auk­in um­ferð er ekki liður í því.

„Al­mennt séð þurf­um við held ég að líta til þess hve mik­il los­un er frá mis­mun­andi ferðamát­um, hvort sem það er flug eða bíll,“ seg­ir Guðmund­ur, en ljóst að slík­ur sam­an­b­urður velt­ur á því hve marg­ir eru um borð og eins hve langt er flogið, en flug­vél­ar menga mest í flug­taki og losa styttri ferðalög því hlut­falls­lega meira en þau lengri. Guðmund­ur seg­ist eiga von á að niður­stöður slíkr­ar at­hug­un­ar liggi fyr­ir áður en tek­in verður ákvörðun.

Þá seg­ir hann mik­il­vægt að stefna að því að gera inn­an­lands­flug um­hverf­i­s­vænna en nú er, og horf­ir til að mynda til Nor­egs í þeim efn­um. Þótt rafflug­vél­ar séu ekki á næsta leiti gætu ein­hvers kon­ar blend­ings­flug­vél­ar orðið raun­hæf­ur val­kost­ur fyrr en síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka