Skorið niður á Landspítala

Gamla Landspítalahúsð.
Gamla Landspítalahúsð. mbl.is/Árni Sæberg

Viðhaldi verður að einhverju leyti frestað, ítrasta aðhalds gætt við innkaup, launafyrirkomulag endurskoðað og ekki verður ráðið í vissar stöður sem losna. Þetta er meðal þeirra sparnaðaraðgerða sem ráðist verður í á Landspítala. Gangi þær eftir verður kostnaður við rekstur spítalans skorinn niður um tæpan milljarð á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á ársgrundvelli, þ.e. á næsta ári.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, skrifaði í pistli í gær að það væri ekki létt verk að hagræða í rekstri spítalans og ekki einfalt að ná jafnvægi á milli þeirra krafna sem gerðar væru til þjónustunnar og þeirra fjárveitinga sem ríkisvaldið ætlaði til hennar.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði að vel hefði verið farið yfir rekstur spítalans í september í tengslum við sex mánaða uppgjör hans. Þá voru kjarasamningar farnir að vega þyngra í rekstrinum. Aðgerðir til að bregðast við mönnunarvanda í hjúkrun höfðu einnig farið fram úr áætlun. Auk þess hafði sjúkrahótelið ekki verið komið fyllilega í gagnið. Willum sagði að bráðum kæmi níu mánaða uppgjör og vonandi sýndi það að menn hefðu náð betur utan um rekstur spítalans. „Það er mikilvægt að stofnanir haldi sig innan fjárheimilda,“ segir Willum í umfjöllun Morgunblaðsins um þetta mál í dag. „Um leið verðum við að vanda okkur varðandi þessa mikilvægu stofnun. Það eru unnin kraftaverk á Landspítalanum á hverjum degi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert