Telur niðurskurðaraðgerðir ótímabærar

„Það sem fór í gegnum hugann á mér þegar ég …
„Það sem fór í gegnum hugann á mér þegar ég las um niðurskurðinn var það að það er eins og þessir fjármunir fari inn í eitthvað svarthol,“ segir Sandra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í raun er þetta al­gjör­lega ótíma­bær umræða. Það er hvorki búið að ákveða né samþykkja fjár­lög­in. Sá hluti er eft­ir. Þegar það ligg­ur fyr­ir þá hljóta fjár­lög­in að taka mið af þjón­ust­unni sem á að veita á spít­al­an­um,“ seg­ir Sandra B. Franks, formaður Sjúkra­liðafé­lags Íslands. 

Sandra tel­ur niður­skurðaraðgerðir á Land­spít­al­an­um í mót­sögn við mark­mið spít­al­ans sem lýt­ur að því að fjölga sjúkra­liðum. Þá sé niður­skurður­inn sömu­leiðis í mót­sögn við þá kjara­bar­áttu sem Sjúkra­liðafé­lag Íslands er í.

Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, að nú yrði ráðist í um­fangs­mikl­ar sparnaðaraðgerðir á spít­al­an­um. Viðhaldi verður að ein­hverju leyti frestað, ítr­asta aðhalds gætt við inn­kaup, launa­fyr­ir­komu­lag end­ur­skoðað og ekki verður ráðið í  viss­ar stöður sem losna. Mark­miðið er að skera rekstr­ar­kostnað spít­al­ans niður um tæp­an millj­arð á þessu ári og tvo og hálf­an millj­arð á árs­grund­velli, þ.e. á næsta ári.

Fram­lög­in taki ekki mið af þjón­ustu

 „Ef það á að reka þessa þjón­ustu með sí­felld­um niður­skurði þá þarf nátt­úru­lega að gera út­tekt á því hvaða þjón­ustu spít­al­inn á yfir höfuð að veita,“ seg­ir Sandra sem sér ekki fyr­ir sér að svig­rúm sé fyr­ir því að skerða starfs­kjör sjúkra­liða með nein­um hætti. 

Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Sandra B. Franks, formaður Sjúkra­liðafé­lags Íslands.

Hún tel­ur að fjár­fram­lög til Land­spít­al­ans taki ekki mið af þeirri þjón­ustu sem spít­al­inn á að veita. Páll sagði í fyrr­nefndu viðtali að kostnaður hafi verið van­met­inn við ýmsa kjara­samn­inga sem hafi verið gerðir við helstu stétt­ir spít­al­ans og um sé að ræða mjög háar upp­hæðir sem hlaupi á millj­örðum.

„Ég held að spít­al­inn reyni að koma til móts við þjón­ustuþörf­ina en fjár­lög­in þurfa að taka mið af því. Það þarf nátt­úru­lega líka að gera grein fyr­ir því í fjár­lög­um hver launa­kostnaður­inn er og hver hann á að vera. Ef það er ekki tekið til­lit til raun­veru­legra launa­út­gjalda starfs­manna þá verður nátt­úru­lega alltaf ein­hver halli á rekstr­in­um, það seg­ir sig sjálft.“

Spít­al­inn geti ekki rekið sig ef starfs­kjör sjúkra­liða verði skert

Sandra tel­ur Land­spít­al­ann ekki illa rek­inn þó ef­laust mætti taka til á ein­hverj­um stöðum í rekstr­in­um. 

„Það sem fór í gegn­um hug­ann á mér þegar ég las um niður­skurðinn var það að það er eins og þess­ir fjár­mun­ir fari inn í eitt­hvað svart­hol. Það er eins og þeir týn­ist og fólk átti sig ekki á því hvernig þeim er varið. Ef rekst­ur spít­al­ans væri gagn­særri þá gæt­um við séð hvar það er ná­kvæm­lega þar sem fjár­mun­un­um er varið óskyn­sam­lega og hvar sé hægt að taka sam­an og hagræða.“

Sandra ít­rek­ar að það sé ekki raun­hæft að skerða kjör sjúkra­liða. 

„Það er ákveðin mót­sögn í því að á meðan við erum í þeirri veg­ferð að fjölga sjúkra­liðum að þá sé verið að skera niður. Við erum í þess­um kjaraviðræðum og við erum að beita okk­ur stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Þar sem við erum að gera kröfu á stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar og bætt starfs­kjör sjúkra­liða þá er ekki tíma­bært að fara í niður­skurð,“ seg­ir Sandra og held­ur áfram:

„Við sjúkra­liðar erum lág­launa­stétt, því ætl­um við að reyna að breyta. Það þarf nátt­úru­lega að meta laun­in í sam­ræmi við mennt­un og þau verk­efni sem sjúkra­liðum er falið að sinna. Ef það á að skera niður þar þá sé ég ekki fyr­ir mér að þessi spít­ali geti rekið sig þar sem við erum næst­stærsta starfs­stétt spít­al­ans.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert