Torgsvæðin í Mjódd endurgerð

Umhverfi Breiðholtskirkju verður endurgert næstu misserin.
Umhverfi Breiðholtskirkju verður endurgert næstu misserin. mbl.is/Sigurður Ægisson

Á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við 1. áfanga endurgerðar á útivistar- og torgsvæðum í Mjódd. Þá verður unnið áfram að undirbúningi og hönnun vegna síðari áfanga.

Áætlaður kostnaður ársins 2019 er 50 milljónir króna. Þessi 1. áfangi endurgerðar verður á milli Breiðholtskirkju og Þangbakka 8-10. Svæðið verður hellulagt og komið fyrir gróðurbeðum, leikjasvæðum, bekkjum og lýsingu.

Áfangi númer 2 verður milli Sam-bíóanna og Þönglabakka 8-10. Þriðji áfanginn verður svo austan Landsbankans, milli Þönglabakka 8-10 og verslunarmiðstöðvarinnar í Mjódd.

Á sama fundi borgarráðs var umhverfis- og skipulagssviði einnig heimilað að bjóða út framkvæmdir við gönguleiðir/gönguþveranir í Árskógum, milli Álfabakka og Skógarsels. Kostnaðaráætlun er 20 milljónir króna. Um er að ræða upphækkaðar gönguþveranir í Árskógum sem auka öryggi gangandi vegfarenda sem sækja þurfa þjónustu s.s. í Mjódd, félagsmiðstöð velferðarsviðs í Árskógum o.fl. Þá verða einnig gerðar lagfæringar á gönguleið á gatnamótum Árskóga og Skógarsels. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka