Vilja skoða sameiningu sveitarfélaga

Mýrdalshreppur hefur frumkvæði að athugun á því hverju sameining sveitarfélaga …
Mýrdalshreppur hefur frumkvæði að athugun á því hverju sameining sveitarfélaga skilar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir viðræðum við önnur sveitarfélög í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna.

Anton Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra, líst vel á að hefja slíka könnun og telur hann að margir sveitarstjórnarmenn á svæðinu séu sömu skoðunar.

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, segir að þessi sveitarfélög séu í ýmiss konar samstarfi, meðal annars um félags- og skólaþjónustu, og héraðsnefndirnar eigi saman Skóga undir Eyjafjöllum. „Ég vona að allir séu tilbúnir að skoða með opnum huga kosti og galla sameiningar. Ég held að það geti orðið spennandi verkefni,“ segir Einar .

Hjalti Tómasson, varaoddviti í Rangárþingi ytra, kvaðst hafa heyrt af þessum hugmyndum. Hann sagði að þær hefðu ekki verið ræddar formlega á vettvangi sveitarstjórnar. „Ég held að það séu skiptar skoðanir um þetta,“ segir Hjalti í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði að þetta snerist um hvað væri hagkvæmast fyrir íbúana. 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka