„Ekki mjög sniðugt í loftslagssamhengi“

„Það að auka flugsamgöngur er auðvitað andstætt því að ná …
„Það að auka flugsamgöngur er auðvitað andstætt því að ná niður losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Auður. mbl.is/Sigurður Bogi

Auður Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir niður­greiðslu inn­an­lands­flugs ekki heppi­lega í lofts­lags­sam­hengi og jafn­framt ekki í takt við mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kol­efn­is­hlut­leysi árið 2040.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra sagði í sam­tali við mbl.is í gær að hon­um lit­ist vel á hug­mynd­ir um niður­greidd­ar flug­sam­göng­ur inn­an­lands sem sam­gönguráðherra hef­ur talað fyr­ir.

„Við höf­um ekki tekið af­stöðu til þessa sér­stak­lega en það að auka flug­sam­göng­ur er auðvitað and­stætt því að ná niður los­un gróður­húsaloft­teg­unda,“ seg­ir Auður.

Auður seg­ir aug­ljóst að niður­greiðsla á flug­far­gjöld­um hvetti fólk til að fljúga meira.

„Það finnst mér per­sónu­lega. Þess vegna er þetta ekki mjög sniðugt í lofts­lags­sam­hengi nema eitt­hvað rosa­legt komi á móti þannig að það sé hægt að tak­marka los­un frá bíla­flot­an­um ein­hvern veg­inn.“

Auður bend­ir á að ein­stak­ling­ur sem keyr­ir einn til Ak­ur­eyr­ar mengi al­mennt meira en ein­stak­ling­ur sem kýs að fljúga þangað í þétt­set­inni flug­vél. Þó fer það eft­ir bíl­um.

„Við vilj­um mun frek­ar að pen­ing­ar fari í að niður­greiða al­menn­ings­sam­göng­ur á land­inu.“

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Auður Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Auður seg­ir að hug­mynd­ir um niður­greiðslu flug­far­gjalda séu ekki í takt við mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kol­efn­is­hlut­leysi árið 2040.

 „Við höf­um nátt­úru­lega gagn­rýnt mjög aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um. Hún nær alls ekki nógu langt og er ekki tíma­sett eða magn­bund­in og það er mjög erfitt að dæma hana vegna þess að hún er ekki magn­bund­in. Okk­ur finnst líka að hún þurfi að vera miklu víðtæk­ari, hún þurfi að ná til fleiri geira sam­fé­lags­ins.“

Umræða um rafflug­vél­ar ótíma­bær

Guðmund­ur sagði í sam­tali við mbl.is í gær að mögu­leiki væri á að taka rafflug­vél­ar eða blend­ings­flug­vél­ar upp í ná­inni framtíð.

„Á meðan við erum ekki kom­in með þess­ar rafflug­vél­ar þá er eng­in ástæða til þess að auka inn­an­lands­flug sem er ekki flogið á rafflug­vél­um. Það kem­ur mál­inu í raun ekki við fyrr en rafflug­vél­ar eru komn­ar í gagnið. Það eru ein­hverj­ar rafflug­vél­ar sem hafa flogið styttri vega­lengd­ir en ekki í farþega­flugi. Við erum nátt­úru­lega með flug­vél­ar sem þarf þá að úr­elda og ég sé ekki fyr­ir mér að flug­fé­lög­in séu að fara að leggj­ast í neinn rosa­leg­an kostnað til að end­ur­nýja þetta allt sam­an. Ef við menn­irn­ir leggj­um mjög mikla áherslu á ákveðin atriði þá get­um við náð ótrú­lega mikl­um ár­angri á stutt­um tíma.“

Auður seg­ir að ef til­lög­um um niður­greiðslu flug­far­gjalda inn­an­lands fylgdi mót­vægi væri það strax skömm­inni skárra.

„Stór hluti þeirra sem nota flug­sam­göng­ur inn­an­lands eru op­in­ber­ir starfs­menn. Ef þess­um til­lög­um fylg­ir það að op­in­ber­ir starfs­menn ætli að draga úr sínu flugi og nota fjar­funda­búnað í aukn­um mæli þá er það til dæm­is já­kvætt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert